Evrópukeppni og EXPO 2015

Heimssýningin EXPO 2015 mun fara fram í Mílanó á Ítalíu á næsta ári og 

að þessu sinni verður Evrópukeppni ungra vísindamanna haldin í samstarfi við heimssýninguna. Af því tilefni býðst öllum þátttökulöndum að senda út í keppnina eitt aukaverkefni, sem tengjast þarf viðfangsefni heimssýningarinnar á einhvern hátt en yfirskrift hennar er „Feeding the Planet. Energy for Life.“ Sérstök verðlaun verða veitt fyrir þrjú bestu verkefnin sem tengjast því efni

.

 

Verkefni úr fjölmörgum greinum geta tengst viðfagnsefni EXPO og gæti þetta til dæmis verið tilvalið tækifæri til að skrá til þátttöku verkefni sem byggir á sérstöðu Íslands svo sem nýtingu sjávarafurða og annarra náttúruauðlinda; eða nýtingu jarðvarma og sjálfbærra orkugjafa. Sömuleiðis væri hægt að tengja verkefni við hnattræn mál eins og sóun matvæla, endurvinnslu, mengun lofts og sjávar, jarðvegseyðingu eða vatnsgæði.

 

Frestur til að skrá sig til þátttöku er 1. febrúar 2015 og því er um að gera að hvetja nemendur og kennara til þátttöku.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is