Góður gangur vísindanna í Tallinn

Fulltrúar Íslands, Þau Vífill og Herdís Ágústa standa nú í ströngu í Tallin en Evrópukeppni ungra vísindamanna fer fram þessa dagana. Síðustu daga hafa þau kynnt verkefnin fyrir dómurum, gestum og öðrum keppendum. Þau Vífill og Herdís hafa staðið sig með eindæmum vel og hafa verkefnin þeirra vakið verðskuldaða athygli. 

Fyrir þá sem vilja fylgjast betur með keppninni er bent á haskolasnappid á snapchat en íslenski hópurinn sér um snappið á meðan keppninni stendur.

 

 

 

Tungumál: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is