Góð ráð

Mynd vinstri: 
Frestur til skráningar í Unga vísindamenn rennur út 1. febrúar 2019. Við skráningu eru nemendur beðnir um að skrifa stutta lýsingu á verkefninu, en lengri og ítarlegri lýsing á verkefninu má endilega fylgja með. 
 
Verkefni í Ungum vísindamönnum eru metin út frá tveimur þáttum. Annars vegar skrifa þátttakendur skýrslu um rannsóknina og skal henni skilað í síðasta lagi í byrjun apríl 2019. Skýrslan á að vera á íslensku og eru góð ráð um gerð skýrslu hér. Hins vegar kynna þátttakendur verkefnið munnlega fyrir dómurum og öðrum viðstöddum á Landskeppni. Dómnefndin ákvarðar úrslit bæði út frá gæðum skriflegrar skýrslu og munnlegrar kynningar. 
 
Eftir Landskeppni fá sigurvegarar keppninnar tækifæri til að lagfæra rannsóknarskýrsluna með athugasemdir dómnefndir í huga. Því næst er hún þýdd yfir á ensku af þýðanda á vegum Háskóla Íslands. Líkt og í Landskeppni eru verkefni í Evrópukeppni metin út frá skriflegum skýrslum og munnlegum kynningum. Þátttakendur kynna verkefni sín á básum sem þeir mega skreyta með skýringaplakötum, líkönum og öðru sem verkefninu tengist. 
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is