Landskeppni Ungra vísindamanna 2015

Miðvikudaginn kl 16:00 til 18:00 fer fram Landskeppni Ungra vísindamanna í stofu 101 á Háskólatorgi - Háskóla Íslands.
 

Landskeppnir Ungra vísindamanna eru haldnar víðs vegar um Evrópu og eru þátttakendur ungt fólk á aldrinum 15 – 20 ára. Sigurvegarar í hverri keppni fyrir sig öðlast svo þátttökurétt í Evrópukeppni Ungra vísindamanna, sem í ár verður haldin í Mílanó á Ítalíu.
 

Heimssýningin EXPO er einnig haldin í Mílanó þetta árið og því gefst okkur tækifæri á að senda út tvö verkefni í Evrópukeppnina – svo lengi sem annað þeirra tengist þema heimssýningarinnar, sem er “Feeding the Planet. Energy for Life.” Keppnin verður því æsispennandi.
 

Markmið keppninnar er að efla hæfni ungs fólks til að vinna að rannsóknarverkefnum og stuðla að auknu frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda.

 

Í byrjun febrúar fóru sérfræðingar á vegum Háskóla Íslands yfir þau verkefni sem skráð höfðu verið til þátttöku og völdu þrjú verkefni til að taka þátt í úrslitakeppninni.

 

Verkefnin sem keppa í Landskeppni Ungra vísindamanna á Íslandi árið 2015 eru:

• Aðgengi ungmenna að tóbaki
• Land elds og ösku: Áhrif öskufalls á gróður
• Fortíðin verður að framtíð: Mjólk í gleri

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is