Mjólk í gleri

Mjólk í gleriElvar Kató Sigurðsson, Friðgeir Óli Guðnason og Örn Bjartmars Ólafsson lentu í öðru sæti í Landskeppni Ungra vísindamanna árið 2014 með verkefnið „Mjólk í gleri.“  Dómnefnd Landskeppninnar ákvað að senda verkefnið í Evrópukeppnina þar sem það var á meðal annarra matarverkefna í sérstökum EXPO flokki. Heimssýningin EXPO var haldin í Mílanó sama ár og var þema sýningarinnar "Feeding the Planet. Energy for Life." 

Hugmyndin að verkefninu var að opna mjólkurbúð þar sem fólk fyllti mjólk á 100% endurnýtanlegar glerflöskur. Voru umhverfissjónarmið ofarlega í huga aðstandenda verkefnisins, auk þess sem þeir töldu að þetta gæti verið ódýrari valkostur en að kaupa mjólk í fernum.

Framkvæmd var viðhorfskönnun þar sem fólk var spurt hvort það hefði áhuga á að kaupamjólk í gleri og þá útskýra hvers vegna. Einnig framkvæmdu nemendurnir skynmatspróf þar sem tilgangur var að kanna hvort bragðmunur væri á mjólk í gleri annars vegar og mjólk í fernum hins vegar. 

Þó svo að fólki hafi ekki fundist bragðmunur á mjólkinni var mikill vilji fyrir því að kaupa mjólk í glerflöskum. Voru það ekki síst umhverfissjónarmið sem voru nefnd sem ástæða fyrir áhuga á að kaupa mjólk í umbúðum sem mætti fylla á aftur.

Elvar Kató, Friðgeir Óli og Örn komu allir úr Framhaldsskólanum í Mosfelssbæ. Leiðbeindandi þeirra frá Háskóla Íslands var Birna Þórisdóttir, doktorsnemi í næringarfræði.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is