Áhrif öskufalls á gróður

Áhrif öskufalls á gróðurVerkefnið snerist um að rannsaka hvort gras gæti vaxið aftur eftir öskufall og þá hver áhrif öskufalls væri á gróðurinn. Höfundar verkefnisins, þær Súsanna Katarína Sand Guðmundsdóttir og Kristín Björg Þorsteinsdóttir gróðursettu rýgresi í potta og dreifðu yfir pottana misþykku lagi af grófri og fínni ösku úr Eyjafjallajökulsgosinu. Á Íslandi eru tíð eldgos og var tilgangur verkefnisins að komast að því hvernig væri best fyrir bændur að bregaðst við eftir öskufall til að vernda beitilönd sín og örva grasvöxt.

Verkefnið sigraði Landskeppni Ungra vísindamanna árið 2015 og keppti í flokki líffræðiverkefna í Evrópukeppninni sem fór fram í Mílanó á Ítalíu. Súsanna og Kristín komu báðar úr Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Leiðbeinandi þeirra úr Háskóla Íslands var Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is