Hasskötturinn

HasskötturinnVerkefnið „Hasskötturinn“ var annað tveggja verkefna sem bar sigur úr býtum í Landskeppni Ungra vísindamanna árið 2004. Þrír nemendur Verkmenntaskóla Austurlands, Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir, Eva María Þrastardóttir og Stefán Þór Eysteinsson, áttu heiðurinn af verkefninu. Þau skoðuðu lyktarskyn katta og hvort hægt væri að temja ketti til að nota lyktarskynið og þjálfa þá til leitar að fíkniefnum.

Notuðu vísindamennirnir aðferðir sálfræði og líffræði til að svara rannsóknarspurningum sínum. Þau framkvæmdu tilraun með tvo ketti, þar sem kettirnir voru settir, annar í einu, í þar til gerðan þjálfunarkassa og látnir leita að ákveðinni lykt. Lyktin kom af tepoka, sem nemendurnir höfðu komið fyrir í þjálfunarkassanum. Þegar kettirnir höfðu fundið lyktina fengu þeir rækju í verðlaun.

Verkefnið keppti í Evrópukeppni Ungra vísindamanna sem fór fram í Dublin á Írlandi þetta árið.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is