Líkan að gervitaug

Kári Már Reynisson. Líkan að gervitaugKári Már Reynisson, nemandi við Menntaskólann Hraðbraut var aðeins 12 ára þegar áhugi hans kviknaði á þróun gervitaugar sem hugsanlega gæti hjálpað þeim sem orðið hefðu fyrir alvarlegum taugaskemmdum. Verkefni hans „Líkan að gervitaug“ bar sigur úr býtu  í Landskeppni Ungra vísindamanna árið 2009. 

Verkefnið byggði á hugmynd um hönnun tækis sem á að geta lesið taugaboð í enda taugar sem hefur farið í sundur, flytja þau ákveðna vegalengd og koma boðunum til skila til lífæris s.s. vöðva eða inn í fjarlægari taugaenda. Í verkefninu voru lagðar fram hugmyndir að því hvernig tengja mætti saman lifandi taugavef og dauðan hlut úr ólífrænum efnum og gerviefnum. 

Leiðbeinandi Kára við sigurverkefnið var Hilmar Pétursson, kennari við Menntaskólann Hraðbraut. Kári var fulltrúi Íslands í Evrópukeppni Ungra vísindamanna í París árið 2009.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is