Magni Rafn Jónsson og Sigurður Freyr Kristinsson, nemendur í Iðnskólanum í Reykjavík báru sigur úr býtum í Landskeppni Ungra vísindamanna árið 2007 með „Hálkuvaranum.“
Hálkuvarinn er umhverfisvæn lausn á hálkuvanda bílaeigenda, sem ætlað er að auka öryggi í umferðinni og hafa góð áhrif á umhverfið. Búnaðuinum er ætlað að auka veggrip bifreiða þegar hún hemlar en einnig að auðvelda bifreið að fara af stað í mikilli hálku.
Í undirbúningi og þróun búnaðarins voru gerðar margvíslegar tilraunir og prófanir til að kanna virkni hans. Leiðbeinandi Magna og Sigurðar var Pétur Hermannsson, kennari. Magni og Freyr voru fulltrúar Íslands í Evrópukeppni Ungra vísindamanna sem fór fram í Valensía á Spáni árið 2007.