Vetnishúsið

Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Böðvar Sturluson.Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Böðvar Sturluson, nemendur við Fjölbrautaskólann í Ármúla sigruðu Landskeppni Ungra vísindamanna árið 2003 með Vetnishúsinu. Leiðbeinandi þeirra var Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, aðstoðarskólameistari. 

Í verkefninu var lögð fram verkfræðileg tillaga um hús sem nýtti sólarorku, vindorku og heitt vatn úr jörðu. Þessir orkugjafar voru nýttir saman til að framleiða rafmagn sem íbúar hússins notuðu. Umframorkunni var breytt í vetni sem mátti nota á heimilisbílinn eða til að selja inn á kerfið. Ef rafmagnsframleiðslan var ekki næg var hægt að breyta vetninu aftur í rafmagn. Í verkefninu var lögð sérstök áhersla á að hús af þessari gerð væri hægt að byggja í þriðja heiminum þar sem víða er mikill orkuskortur. 

Þau tóku þátt í Evrópukeppninni sem það árið fór fram í Búdapest. Þrátt fyrir að verkefnið hafi ekki unnið til verðlauna í keppninni vakti það mikla athygli. Ári síðar fór hópurinn með verkefnið á alþjóðlega sýningu ungra vísindamanna í Shanghai í Kína þar sem það vann fyrstu verðlaun. Dómararnir voru mjög ánægðir með verkefnið og tóku sérstaklega fram að skýrslan um það hefði verið skrifuð á góðu máli og verið skýrt fram sett.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is