Vetrarbrautarþyrpingin MS1621+2640

Tryggvi, Páll og Sverrir. Mynd: MorgunblaðiðÁrið 1999 hlaut íslenskt lið fyrstu verðlaun í Evrópukeppni Ungra vísindamanna fyrir verkefni um vetrarbrautarþyrpingu. Fjórir nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík fengu fyrstu verðlaun í samkeppni ungs fólks í vísindum og tækni. Sigurliðið fékk boð um að keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppninni sem haldin var í Grikklandi það árið. Sigurliðið var skipað þeim Jóel Karli Friðrikssyni, Páli Melsteð, Sverri Guðmundssyni og Tryggva Þorgeirssyni og nefndu þeir verkefnið sigg Vetrarbrautarþyrpingin MS1621+2640. Nutu þeir handleiðslu Sigfúsar Sigmyndssonar stjarneðlisfræðings og kennara í MR. 

Verkefnið fólst í að unnið var úr ljósmyndum, sem teknar höfðu verið af tveimur íslenskum vísindamönnum með norræna stjörnusjónaukanum á Kanaríeyjum og beitingu þeirra við notkun eðlisfræði til að svara mikilvægum spurningum í nútíma eðlisfræði, sveigju ljóss í geimnum vegna þyngdarlinsuáhrifa.

Vinna hópsins fólst einkum í að samræma íslensk gögn við kanadísk gögn sem voru til viðmiðunar og kanna með sameinuðum gagnagrunni hvaða vetrarbrautir á mynd íslenska hópsins tilheyra vetrarbrautarþyrpingunni MS1621+ 2640. Þannig var sett upp línurit sem sýndi lit vetrarbrauta og fjarlægð þeirra frá jörðu með því að nota eðlisfræði rauðviks ljóss. Þá reyndi hópurinn að ákveða eðlisfræðilegar stærðir í hinni fjarlægu vetrarbrautarþyrpingu, svo sem massa, fjarlægð frá jörðu, ljósafl og lit. Einnig freistaði hópurinn þess að athuga hvort vetrarbrautarþyrpingin hefur vegna gífurlegs massa síns svokölluð þyngdarlinsuáhrif á ljós frá bakgrunnsuppsprettum ljóss í himingeimnum.

Tryggvi, Páll og Sverrir kepptu fyrir Íslands hönd í Grikklandi og eins og fyrr segir hlutu þeir fyrstu verðlaun fyrir verkefnið.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is