Detecting brain waves for use in responsive programming

Höfundar verkefnis eru Lilja Ýr Guðmundsdóttir og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir frá Menntaskólanum í Reykjavík. Leiðbeinandi þeirra frá Háskóla Íslands er Lotta María Ellingsen, lektor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild. Þar að auki hafa þær notið stuðnings Birgis U. Ásgeirssonar frá MR sem fer með til Brussel og verður þeim innan handar á fyrstu keppnisdögum. Verkefnið snýst um að þróa tölvuforrit sem gerir fólki kleift að framkvæma aðgerðir með hugaraflinu einu saman. Telja þær að þetta geti til dæmis nýst hreyfihömluðu fólki, en að einnig að björgunarsveitir geti nýtt sér þessa tækni og minnkað þannig áhættu björgunarsveitarmanna.

Verkefnið sigraði í Landskeppni Ungra vísindamanna árið 2016 og mun keppa í flokki verkfræðiverkefna í Evrópukepnni Ungra vísindamanna í Brussel 2016. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is