Íslenska

Herdís og Vífill komin heim eftir góða ferð til Eistlands

Ungu vísindamennirnir, Herdís og Vífill komu heim í gærkvöldi ásamt föruneyti sínu eftir stranga ferð til Tallinn. Verkefni þeirra vöktu mikla athygli gesta á keppnisstað og svöruðu þau öllum mögulegum og ómögulegum spurningum sem þar vöknuðu.

Það er til marks um hve mikið hæfileikafólk við sendum til keppni í ár að þau gerðu sér lítið fyrir á heimleiðinni og slógu upp tónleikum fyrir ferðalanga á Tallinn-flugvelli.

 

Góður gangur vísindanna í Tallinn

Fulltrúar Íslands, Þau Vífill og Herdís Ágústa standa nú í ströngu í Tallin en Evrópukeppni ungra vísindamanna fer fram þessa dagana. Síðustu daga hafa þau kynnt verkefnin fyrir dómurum, gestum og öðrum keppendum. Þau Vífill og Herdís hafa staðið sig með eindæmum vel og hafa verkefnin þeirra vakið verðskuldaða athygli. 

Fyrir þá sem vilja fylgjast betur með keppninni er bent á haskolasnappid á snapchat en íslenski hópurinn sér um snappið á meðan keppninni stendur.

 

Vífill og Herdís lögð af stað til Tallinn

Ungu vísindamennirnir, Herdís og Vífill lögðu í morgun af stað til Eistlands í Evrópukeppni unga vísindamanna. Mikil eftirvænting er hjá ungu keppendunum enda hefur undirbúningur staðið lengi og loks komið að stóru stundinni. 

Morgunblaðið sló á þráðinn til Herdísar og Vífils og spurði þau um þeirra upplifun í kringum keppnina. Við hlökkum mikið til að fylgjast með fulltrúum okkar og sendum kveðju til Tallinn. 

Ungir vísindamenn á leið til Tallinn

Tveir ungir Íslendingar eru á leið til Tallinn til þess að taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna sem fram fer dagana 22.-27.september. Þetta eru þau Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet, sem komst að því í rannsókn sinni að stórlega er brotið á rétti barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi, og Vífil Harðarson, sem komst að því að mögulegt er að búa til sápu úr hliðarafurðum sem verða til við framleiðslu lýsis.

Tvö verkefni fara í Evrópukeppnina þetta ár

Tveir framhaldsskólanemar taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna í Tallin í haust með tvö framúrskarandi rannsóknaverkefni sem kepptu til úrslita í Landskeppni ungra vísindamanna  í liðinni viku.

Landskeppnin fór fram í Háskóla Íslands 6. apríl síðastliðinn. Tvö rannsóknarverkefni höfðu verið valin til þátttöku og höfðu keppendur unnið að þeim undanfarna mánuði. Dómnefnd keppninnar mat bæði verkefni sem framúrskarandi og aðeins herslumunur skildi milli fyrsta og annars sætis.

Evrópukeppni Ungra vísindamanna að baki

Þær Ingibjörg Sóley Einarsdóttir og Lilja Ýr Guðmundsdóttir eru komnar til landsins eftir að hafa tekið þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna sem haldin var í Brussel dagana 15. - 20. september 2016. Fjörutíu þjóðir voru skráðar til leiks og um hundrað keppendur á aldrinum 15 - 20 ára tóku þátt. Þrjú fyrstu verðlaun voru afhent, og féllu þau í skaut nemenda frá Bandaríkjunum, Ítalíu og Noregi.

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is