Íslenska

Ungir vísindamenn á leið til Tallinn

Tveir ungir Íslendingar eru á leið til Tallinn til þess að taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna sem fram fer dagana 22.-27.september. Þetta eru þau Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet, sem komst að því í rannsókn sinni að stórlega er brotið á rétti barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi, og Vífil Harðarson, sem komst að því að mögulegt er að búa til sápu úr hliðarafurðum sem verða til við framleiðslu lýsis.

Tvö verkefni fara í Evrópukeppnina þetta ár

Tveir framhaldsskólanemar taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna í Tallin í haust með tvö framúrskarandi rannsóknaverkefni sem kepptu til úrslita í Landskeppni ungra vísindamanna  í liðinni viku.

Landskeppnin fór fram í Háskóla Íslands 6. apríl síðastliðinn. Tvö rannsóknarverkefni höfðu verið valin til þátttöku og höfðu keppendur unnið að þeim undanfarna mánuði. Dómnefnd keppninnar mat bæði verkefni sem framúrskarandi og aðeins herslumunur skildi milli fyrsta og annars sætis.

Evrópukeppni Ungra vísindamanna að baki

Þær Ingibjörg Sóley Einarsdóttir og Lilja Ýr Guðmundsdóttir eru komnar til landsins eftir að hafa tekið þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna sem haldin var í Brussel dagana 15. - 20. september 2016. Fjörutíu þjóðir voru skráðar til leiks og um hundrað keppendur á aldrinum 15 - 20 ára tóku þátt. Þrjú fyrstu verðlaun voru afhent, og féllu þau í skaut nemenda frá Bandaríkjunum, Ítalíu og Noregi.

Íslenski keppandinn mætir með líkan að gervitaug

Kári Már Reynisson, 17 ára stúdent frá Menntaskólanum Hraðbraut, hélt til Parísar nú í morgun til að keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Um 40 lönd taka þátt í keppninni að þessu sinni, sem er nú haldin í 21. skipti. 

Auk Evrópulanda senda Bandaríkin, Kína og Japan fulltrúa til keppninnar. Kári Már keppir þannig við unga og bráðefnilega vísindamenn frá þremur heimsálfum. Verkefni Kára Más, „Líkan að gervitaug“ bar sigur úr býtum í Landskeppni ungra vísindamanna sem fram fór við Háskóla Íslandsí vor.

Pages

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is