Ungir vísindamenn hjá Ævari vísindamanni

Ungu vísindamennirnir Lilja Ýr Guðmundsdóttir og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir, sem kepptu fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni Ungra vísindamanna 2016 fóru í viðtal til Ævars vísindamanns. Þar greindu þær frá öllu því helsta varðandi þátttöku þeirra í keppninni, verkefni sínu og upplifun af ferlinu öllu. 

Hægt er að horfa á viðtalið við þær í Sarpinum á heimasíðu RÚV. Þess má til gamans geta að eitt af markmiðum Ævars og félaga, sem að fjórðu seríu Ævars vísindamanns koma, var að tala við fleiri konur. Af 59 viðmælendum í seríunni voru 37 þeirra konur, þar á meðal Lilja Ýr og Ingibjörg Sóley. 

Tungumál: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is