Úrslit í Landskeppni Ungra vísindamanna

Landskeppni Ungra vísindamanna fór fram 22. apríl síðastliðinn í húsakynnum Háskóla Íslands. Verkefnin þrjú sem kepptu til úrslita voru öll stórglæsilegt og greinilegt að mikil vinna lá þeim að baki. 
 
Eftir spennandi keppni var niðurstaða dómara þessi:
 
1. sæti: Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Súsanna Katarína Sand Guðmundsdóttir úr Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ með verkefnið „Land elds og ösku: áhrif öskufalls á gróður“
 
2. sæti: Friðgeir Óli Guðnason og Örn Bjartmars Ólafsson úr Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ.með verkefnið „Fortíðin verður að framtíð: mjólk í gleri“
 
3. sæti: Linda María Rögnvaldsdóttir og Þorri Líndal Guðnason úr Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi með verkefnið „Aðgengi ungmenna að tóbaki“
 
Við þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna og óskum sigurvegurum innilega til hamingju.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is