Verkefni í Landskeppni vekja athygli

Nemendur úr Iðnskólanum í Reykjavík sigruðu Landskeppni Ungra vísindamanna árið 2007 með verkefnið Hálkuvaranum. Höfundar verkefnisins voru Magni Rafn Jónsson og Sigurður Freyr Kristinsson og unnu þeir sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni Ungra vísindamanna sem fram fór á Spáni það ár. 

Landskeppni Ungra vísindamanna vakti athygli fjölmiðla og fjallaði meðal annars Mbl.is um keppnina og sigurverkefnið. Þá vakti það ekki síður athygli að verkefni grunnskólanemenda hafnaði í öðru sæti, en það voru nemendur í Laugalækjaskóla sem gerðu könnun á áhugafólks á því hvernig það vildi blanda saman Malti og Appelsíni.

Tungumál: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is