Vífill Harðarson er annar þeirra sem fór fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Þessum unga vísindamanni er margt. Auk þess að hafa tekið þátt í landskeppni ungra vísindamanna leggur hann stund á nám í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands og taka þátt í félaginu Team Spark sem fyrir löngu er þekkt fyrir þátttöku sína í Formula Student. Þegar Vífill sendi inn umsókn í keppnina var hann í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann hafði þá gert lokaverkefni sem kennarinn hans hvatti hann til að senda umsókn inn keppni Ungra vísindamanna.

Rannsakaði sápun á þorskalýsi
En um hvað fjallaði rannsókn Vífils? „Ég gerði rannsókn á sápun á þorskalýsi til að athuga hvort nota mætti hliðarafurðir lýsis sem best. Þá á ég við að nýta það með því að búa til sápu úr því sem annars væri hent sem væri ekki gott fyrir umhverfið.“  segir Vífill en honum tókst að búa til sápu. Það verður spennandi að sjá hvort sú sápa muni koma á markað einn daginn.

Gaman að fá að kynnast öðrum efnilegum vísindamönnum

„Það var ótrúlega skemmtilegt að fara út í Evrópukeppnina og sjá öll verkefnin sem voru þarna komin, í hinum ýmsu greinum vísindanna. Það kom mér í raun á óvart að sjá hversu mörg verkefnanna voru flott og virkilega flókin. Þetta gekk þó allt mjög vel og keppnin sjálf var ekkert flókin. Auk þessa hefðbundnu starfa í kringum keppnina var mjög gaman að kynnast öllu þessu fólki. Það eru forréttindi að vera umkringdur ótal efnilegum vísindamönnum og fá tækifæri til að kynnast þeim.“ segir Vífill Harðarson sem aðspurður segist hiklaust mæla með þátttöku í keppninni fyrir þá sem einhvern áhuga hafa á vísindum.

„Keppnin gaf mér góða tilfinningu fyrir raunverulegu vísindastarfi og hvað þarf að gera til að koma verkefni sínu skýrt fram svo hægt sé að fá aðra til að skilja það á sama hátt og rannsakandinn sjálfur.“ bætir Vífill við en þátttakendur hafa leiðbeinendur sér við hlið við rannsóknarvinnuna. Leiðbeinendur Vífíls voru Stefan Christian Otte, kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð og Guðmundur G. Haraldsson prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands. Auk þess var hann í góðu samstarfi við Lýsi hf.