Evrópukeppni ungra vísindamanna (EUCYS)

Sigurverkefni Landskeppni Ungra vísindamanna öðlast þátttökurétt í Evrópukeppni Ungra Vísindamanna (EUCYS), sem er kjörið tækifæri til að mynda tengslanet í heimi vísinda og öðlast ómetanlega reynslu í að kynna verkefni sitt og koma því á framfæri.

Evrópukeppni ungra vísindamanna, eða The European Union Contest for Young Scientists (EUCYS), var haldin í 33 skiptið dagana 12-18 september 2022 í Leiden í Hollandi.

Leiden er ein af vísindaborgum Evrópu árið 2022, það var því margt spennandi að kynna sér þar á sviði vísinda.

Your Title Goes Here

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.

Sýningarsvæðið

Básarnir
Hvert keppnislið fær bás til þess að kynna verkefnið sitt á. Básarnir í keppninni 2014 voru tveir fermetrar, með fjórum flekum sem hver um sig gátu tekið plakat af stærðinni 95 cm x 200cm. Þetta gæti verið breytilegt milli ára og því er mikilvægt að kynna sér upplýsingarnar á vef erlendu keppninnar.

Í básunum er yfirleitt borð og lampi.

Gott er að hafa meðferðis kennaratyggjó, skæri og annað sem gæti reynst vel við undirbúning.Yfirleitt er hægt að fá slíkt hjá keppnishöldurum, en reynslan sýnir að gott er að vera með sitt eigið til öryggis.

Plaköt og bæklingar
Á básunum er nauðsynlegt að vera með plaköt sem lýsa verkefnum. Við mælum með stuttum en skýrum texta og hlutfallslega meira af myndum en texta. Margir eru með texta upp um alla veggi, en það er enginn sem nær að lesa það. Mikilvægara að ná athygli með sterkum myndum og framsetningu og geta þá frekar bætt einhverju við í spjalli við gestina og dómarana sem koma að skoða.

Eitthvað til að laða að gesti
Gott er að hafa eitthvað til að lokka gestina að. Árið 2014 vorum við til dæmis með lakkrísreimar í flækju, enda fjallaði verkefnið um snúruflækju. Það vakti mikla lukku. Aðrir keppendur voru með nælur, súkkulaði eða eitthvað sem tengdist verkefnunum á einhvern hátt.

Dagskráin

Dagskráin er breytileg milli ára, en mikinn hluta af tímanum verja keppendur í básunum sínum. Dagskráin gæti  verið eitthvað á þessa leið:

Keppendur og fylgdarlið eru yfirleitt sótt á flugvöllinn daginn áður en formleg dagskrá hefst.

Dagur eitt:  Básinn undirbúinn. Um kvöldið er veisla til að bjóða keppendur og fylgdarlið velkomið.

Dagur tvö:  Básirnir opnir fyrir VIP gesti (boðsgesti) og síðan dómurum. Inná milli eru fyrirlestrar og dagurinn endar með opnunarkvöldi þar sem mikil og skemmtileg dagskrá er í boði.

Dagur þrjú:  Básarnir áfram opnir fyrir dómurum og mögulega fleiri gestum. Aftur eru fyrirlestrar eða annað inná milli til að brjóta upp daginn. Um kvöldið er svo einhver viðburður til að hrista hópinn betur saman.

Dagur fjögur:  Síðasta umferð dómnefndar á básana og þá má einnig búast við fleiri gestum og jafnvel skólaheimsóknum. Í lok dags eru básarnir tæmdir og um kvöldið er aftur einhver skemmtilegur viðburður fyrir keppendur og fylgdarlið.

Dagur fimm: Verðlaunaafhendingin auk einhverra annara viðburða. Dagskránni er svo lokið með partíi. Á þessum tímapunkti eru flestir búnir að eignast góða vini og því er yfirleitt mikið stuð.

Alla dagana er kvöldverður og hádegismatur í boði fyrir keppendur og landstengiliði (National Organizers) en einnig fyrir fylgdarlið, hafi það verið pantað sérstaklega.

Dagskráin getur verið löng. Hefst snemma á morgnanna og endar seint, en þar sem margt skemmtilegt er um að vera er þetta mikil upplifun og ofsalega gaman.

Hvað er gott að hafa meðferðis

Góða skó. Þetta eru langir dagar. Best að hafa skó til skiptanna, opna skó þar sem þátttakendur eru mikið innivið og götuskó til að ganga um götur gestgjafaborgarinnar.

Flestir klæða sig upp fyrir opnunarhátíð og verðlaunaafhendingu og því er mikilvægt að hafa spariföt með. Einnig þarf að huga að því hvernig veðurfar er á staðnum og vera við öllu búin.

Seinasta daginn hafa sumir keppendur tekið upp þann sið að færa öðrum keppendum gjafir. Það eru ekki allir sem taka þátt í þessu, en það er skemmtilegra að vera með. Þetta eru nælur, nammi eða eitthvað annað smálegt.

Hvernig verkefni komast í keppnina og hvernig verkefni vinna?

Mynd af vinningshöfum

Það eru allskonar verkefni sem komast að. Allt frá einföldum hugmyndum yfir í flóknar rannsóknir. Efni sem er ætlað að bjarga mannslífum yfir í annað sem bætir lífið kannski eitthvað smávegis og þó mörg verkefnanna séu á sviði raunvísinda, verkfræði og stærðfræði þá eru líka félagsgreinaverkefni í keppninni.

Það sem er allra mikilvægast að hafa í huga er að skilja verkefnið sitt vel og geta skýrt frá því á einfaldan og greinargóðan hátt. Dómararnir leggja áherslu á að komast að því hvort keppendur standi einir á bakvið verkefnið eða hvort þeir hafi fengið meiriháttar hjálp frá öðrum, til dæmis fræðimönnum. Það er ekkert að því að fá leiðbeiningar og ráð frá fræðimönnum og leiðbeinendum, en allt sem fer með í verkefnið verður að vera byggt á hugmyndum og vinnu keppendans sem verður að skilja verkefnið sitt til hlítar.

Meira um hvað einkennir vinningsverkefni má finna á vefsíðu Evrópukeppninnar.

Undirbúningur fyrir Evrópukeppni

Eftir að vinningsverkefni landskeppninnar hefur verið valið, hefst undirbúningur fyrir Evrópukeppni. Í undirbúningi fyrir þátttöku í Evrópukeppni eru æfingar með leiðbeinendum, landstengiliði og jafnvel fræðimönnum.

Það er mikilvægt að geta kynnt verkefnið skilmerkilega fyrir dómnefnd og öðrum gestum. Keppnin er á ensku og því eru oft fengnir enskukennarar með í undirbúningsferlið sem þjálfa keppendur í tungumálinu.

Nánar um allt sem tengist keppninni úti má finna á vef Evrópukeppninnar.

EUCYS
12-18 september 2022
Leiden, Hollandi