EÐLISFRÆÐI

Eðlisfræði er sú grein náttúruvísindanna sem fjallar um samhengi efnis, orku, tíma og rúms og beitir vísindalegum aðferðum við hönnun líkana, sem setja náttúrufyrirbæri í stærðfræðilegan búning.

EFNAFRÆÐI

Efnafræði er sú grein vísindanna sem fjallar um þau efni, sem finnast í heiminum, jafnt frumefni sem samsett efni.

EFNISFRÆÐI

Efnisfræði og verkfræði er þverfaglegt viðfangsefni sem fjallar um rannsóknir og þróun efna og efna. Efnisfræði, með náttúrulegrivísindalegri nálgun, fjallar um framleiðslu efna og lýsingu þeirra á uppbyggingu og eiginleikum

FÉLAGSVÍSINDI

Félagsvísindi er flokkur vísindagreina sem fást við rannsóknir á samfélagi manna. Félagsvísindi eru því regnhlífarhugtak yfir ýmsar greinar sem ekki teljast til náttúruvísinda og eiga það sameiginlegt að fjalla um manninn og mannleg samfélög.

HEILBRIGÐISVÍSINDI

Læknisfræði er sú fræðigrein sem fjallar um lækningar og viðbrögð við sjúkdómum. Í víðum skilningi orðsins eru nokkrar starfsstéttir sem starfa að lækningum, svo sem læknar, hjúkrunarfræðingar, lyfjafræðingar og sjúkraþjálfar

LÍFFRÆÐI

Líffræði eða lífvísindi er sú vísindagrein sem fjallar um lífið. Allir þættir lífs eru rannsakaðir, allt frá efnasamsetningu lífveraumhverfi þeirra og atferli. Einnig er fjallað um sögu lífs frá uppruna og þróun þess fram til okkar daga.

STÆRÐFRÆÐI

Stærðfræði er rökvísindi sem beitir ströngum, rökfræðilegum aðferðum til að fást við tölur, rúm, ferla, varpanir, mengi, mynstur, breytingar o.þ.h. Einnig er stærðfræði sú þekking sem leidd er út með rökréttum hætti frá ákveðnum fyrirframgefnum forsendum sem kallaðar eru frumsendur.

TÖLVUNARFRÆÐI

Í víðasta skilningi lýtur tölvunarfræði að rannsóknum á upplýsingavinnslu og reikningsaðferðum, bæði í hugbúnaði og vélbúnaði.

UMHVERFISFRÆÐI

Umhverfisfræði er þverfagleg fræðigrein sem sameinar mörg ólík svið á borð við náttúrufræði, heimspeki, jarðsögu, landfræði, líffræði, efnafræði og eðlisfræði. Umhverfisfræði fjallar meðal annars um umhverfissiðfræði, samspil manns og náttúru og sjálfbærni.

VERKFRÆÐI

Verkfræði er fræði- og starfsgrein, sem beitir vísindalegum aðferðum, sem byggjast einkum á stærðfræðigreiningu og eðlisfræði, við hönnun, rannsóknir, verkstjórnun, eftirlit o.fl.