Ungir vísindamenn

Ungir vísindamenn er verkefni á vegum Evrópusambandsins sem hefur þau markmið:

    • að efla hæfni ungs fólks til að vinna að rannsóknarverkefnum
    • stuðla að auknu frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda
    • stuðla að samstarfi ungra vísindamanna þvert á landamæri þátttökuríkjanna

Keppnin fer fram í tveimur áföngum:

    1. Fyrst mætast þátttakendur í landskeppni í sínu heimalandi, á Íslandi er hún haldin í apríl ár hvert í Háskóla Íslands.
    2. Sigurvegarar landskeppninnar taka síðan þátt í Evrópukeppni Ungra vísindamanna (EUCYS) sem fer fram í  mismunandi Evrópulöndum í september ár hvert. Jafnframt fá sigurvegarar á aldrinum 18-20 ára boð á International Swiss Talent Forum (ISTF)  sem fram fer í Sviss í júlí ár hvert.

Allar vísindagreinar eru jafnhæfar og er keppnin opin öllum námsmönnum á aldrinum 15 – 20 ára. Verkefnið þarf að hafa verið unnið áður en nemendur hefja nám á háskólastigi.
Að hverju verkefni mega 1 – 3 nemendur vinna saman.

Your Title Goes Here

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.

Ferlið

Þú getur skráð þig strax í dag!

  • Frestur til skráningar í keppnina 2023 er til og með 30. janúar 2023 – Skráið ykkur hér!
  • Í lok febrúar 2023 verður tilkynnt hverjir komast áfram til að taka þátt í landskeppni.
  • Lokaskil á rannsóknarskýrslu er í byrjun apríl 2023.
  • Landskeppni fer fram í lok apríl 2023.
  • Evrópukeppni Ungra vísindamanna fer fram  í lok september 2023.

Þátttakendur velja sér viðfangsefni, rannsaka það og setja fram niðurstöður á rannsókn sinni með leiðsögn kennara eða annara sem kennari eða starfsfólk Háskóla Íslands bendir á.

Verkefnin í keppninni þurfa ekki endilega að vera hrein nýsköpun, hugmyndirnar mega vera byggðar á eldri verkefnum nemenda eða vísindamanna. Aðalatriðið er að nota hina vísindalegu aðferð, finna nýjan flöt eða koma með nýja hugmynd án þess að eigna sér hugmyndir annarra. Þannig á að kynna það sem aðrir hafa gert á sama eða svipuðu sviði og byggja nýjar hugmyndir ofan á.

Vísindagreinar

Keppt er í tíu mismunandi flokkum. Undir hverjum flokki er hægt að koma með verkefni tengd fjölmörgum fagsviðum svo það eru lítil takmörk á því hverskonar vísindagreinar verkefnin mega falla undir. Flokkarnir skiptast á eftirfarandi hátt:

  • Eðlisfræði
  • Efnafræði
  • Efnisfræði
  • Félagsvísindi
  • Heilbrigðisvísindi
  • Líffræði
  • Stærðfræði
  • Umhverfisfræði
  • Upplýsinga- og tölvunarfræði
  • Verkfræði
Hvernig eru verkefnin metin?

Verkefnin fela í sér nýjungar á sviði fræða, vísinda og tækni. Dómnefnd metur niðurstöðurnar út frá eftirfarandi þáttum:

  • nýnæmi verkefnis og frumleika í nálgun rannsóknaspurninga og rannsóknaraðferða
  • hæfni, þekkingu og nákvæmni í hönnun og framkvæmd verkefnis
  • rökleiðslu og skýrleik í túlkun niðurstaðna gæðum skriflegrar greinargerðar 
  • hæfni til að ræða og kynna verkefnið fyrir dómnefnd

Landskeppnin Ungir vísindamenn
er í biðstöðu eins og er.
Frestur til skráningar er
oftast í janúar ár hvert.