Nú er rétt um mánuður í að skráning fari fram í keppni ungra vísindamanna. Því er ekki úr vegi fyrir snjöll ungmenni að skoða allar hliðar keppninnar.

Það skiptir í raun ekki máli á hvaða sviði vísindanna áhugasvið þitt liggur. Hvort sem þú vilt framkvæma félagsfræðilega rannsókn eða eðlisfræðilega tilraun er keppnin réttur vettvangur fyrir þig. Enda er keppt í tíu greinum sem sjá má hér.
Það er mikil vægt að vita hvenær verkefnið á að vera tilbúið. Skráningarfrestur í keppnina er til 1.febrúar 2019. Það þýðir þó ekki að verkefnið eigi að vera fullunnið þá heldur verður umsókninni að fylgja útdráttur um verkefnið. Lokaskil á rannsóknarskýrslunni er í byrjun apríl 2019.

Þú vinnur verkefnið ekki aðeins með þínum hugmyndum heldur færð þú leiðbeinanda. Gott er ef þú ert með einn leiðbeinanda en Háskóli Íslands útvegar þér sérfræðing til að vera þér innan handar við vinnuna.
Ef umsóknin þín uppfyllir skilyrði um góða rannsókn færð þú að taka þátt í keppninni. Landskeppnin sjálf verður haldin í lok apríl. Ef þú vinnur Landskeppni ungra vísindamanna ferð þú fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Árið 2019 verður hún haldin í Rússlandi en keppnin á einmitt 30 ára afmæli á því ári. Evrópukeppnin er haldin í september.

Allar upplýsingar um síðuna eru hér á síðunni. 

Starfsmenn Háskóla Íslands geta svarað öllum þínum spurningum um keppnina. Ef einhverjar spurningar eru geta Ragna (ragnaskinner@hi.is) og Guðrún (gudrunba@hi.is) svarað þeim öllum.