Ungu vísindamennirnir, Herdís og Vífill komu heim í gærkvöldi ásamt föruneyti sínu eftir stranga ferð til Tallinn. Verkefni þeirra vöktu mikla athygli gesta á keppnisstað og svöruðu þau öllum mögulegum og ómögulegum spurningum sem þar vöknuðu.

Það er til marks um hve mikið hæfileikafólk við sendum til keppni í ár að þau gerðu sér lítið fyrir á heimleiðinni og slógu upp tónleikum fyrir ferðalanga á Tallinn-flugvelli.