Sigurvegari landkeppni Ungra vísindamanna í ár heitir Hinrik Ragnar Helgason. Hinrik stundar nám í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ og hefur áhuga á hestum og hnefaleikum. Hann segir námið í skólanum frábært, enda fái hann mikið frelsi til að vinna sjálfstætt og frumlega.

Að loknu framhaldsskólanámi stefnir Hinrik á nám í dýralækningum.

Verðlaunaverkefni Hinriks býður upp á lausn á vandamálinu sem fylgir því að geyma heyrnartól í vasanum, þar sem snúran vill alltaf flækjast.

Hinrik mun keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni Ungra vísindamanna sem fer fram í Varsjá í lok september. Við óskum honum góðs gengis.