Þeir Tryggvi Þorgeirsson, Páll Melsted og Sverrir Guðmundsson, nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík, sigruðu Evrópukeppni Ungra vísindamanna árið 1999, sem fram fór í grísku borginni Þessalóníku.
Þremenningarnir unnu rannsóknaverkefni sitt undir handleiðslu stjörnu- og eðlisfræðikennara síns, Vilhelms Sigfúsar Sigmundssonar. Sigurverkefnið bar yfirskriftina “The Galaxy Cluster MS1621+2640” eða „Vetrarbrautarþyrpingin MS1621+2640“ og fjallaði um samnefnda vetrarbrautarþyrpingu. Morgunblaðið fjallaði um sigur þremmeninganna eftir heimkomu og fréttina má sjá hér.