Landskeppni Ungra vísindamanna fór fram 22. apríl síðastliðinn í húsakynnum Háskóla Íslands. Verkefnin þrjú sem kepptu til úrslita voru öll stórglæsilegt og greinilegt að mikil vinna lá þeim að baki.
Eftir spennandi keppni var niðurstaða dómara þessi:
1. sæti: Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Súsanna Katarína Sand Guðmundsdóttir úr Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ með verkefnið „Land elds og ösku: áhrif öskufalls á gróður“
2. sæti: Friðgeir Óli Guðnason og Örn Bjartmars Ólafsson úr Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ.með verkefnið „Fortíðin verður að framtíð: mjólk í gleri“
3. sæti: Linda María Rögnvaldsdóttir og Þorri Líndal Guðnason úr Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi með verkefnið „Aðgengi ungmenna að tóbaki“
Við þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna og óskum sigurvegurum innilega til hamingju.