Verkefni í Landskeppni vekja athygli
maí 14, 2007 | Uncategorized
Nemendur úr Iðnskólanum í Reykjavík sigruðu Landskeppni Ungra vísindamanna árið 2007 með verkefnið Hálkuvaranum. Höfundar verkefnisins voru Magni Rafn Jónsson og Sigurður Freyr Kristinsson og unnu þeir sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni Ungra vísindamanna sem fram fór á Spáni það ár.
Landskeppni Ungra vísindamanna vakti athygli fjölmiðla og fjallaði meðal annars Mbl.is um keppnina og sigurverkefnið. Þá vakti það ekki síður athygli að verkefni grunnskólanemenda hafnaði í öðru sæti, en það voru nemendur í Laugalækjaskóla sem gerðu könnun á áhugafólks á því hvernig það vildi blanda saman Malti og Appelsíni.
Ungir vísindamenn: Landskeppni í Hátíðasal (18.04.2007)
Landskeppni ungra vísindamanna fer fram í 19. sinn í Hátíðasal Háskóla Íslands, miðvikudaginn 18. apríl kl. 12. Sjö lið hófu keppni en tvö keppa til úrslita. Sigurvegarinn tekur þátt í Evrpópukeppni ungra vísindamanna sem fram fer á Spáni næsta haust.
Samstarfsaðilar Háskóla Íslands eru Flugfélag Íslands, Marel, Glitnir og menntamálaráðuneytið.
Landskeppnin Ungir Vísindamenn er vísindakeppni ungs fólks og hluti af áætlum Evrópusambandsins sem er ætlað að efla tengsl vísinda og samfélags. Í hverju landi aðildarlandanna leggja ungir vísindamenn verkefni sín fyrir dómnefnd og sigurvegarar öðlast þátttökurétt í evrópukeppninni sem haldin verður í þetta sinn í Valencia á Spáni í september 2007.
Nánari upplýsingar um unga vísindamenn er að finna á vefsetri Háskóla Íslands: Ungir vísindamenn