Skráningarfrestur í keppni ungra vísindamanna verður 31.janúar 2022. Það er því ekki úr vegi að rifja upp hvernig verkefni eru gjaldgeng í keppnina og hvers konar verkefni hafa farið fyrir Íslands hönd í Evrópukeppnina á liðnum árum.

Í keppninni er tekið á móti verkefnum í tíu flokkum vísindanna.

  • Eðlisfræði
  • efnafræði,
  • félagsvísindi
  • heilbrigðisvísindi
  • jarðvísindi
  • líffræði
  • stærðfræði
  • umhverfisfræði
  • upplýsinga- og tölvunarfræði
  • verkfræði

Allir á aldrinum 15 til 20 ára geta tekið þátt. Þátttakendur þurfa ekki að vera fulltrúar skóla heldur geta ýmis félagasamtök og stofnanir verið bakland keppenda.

Sigurvegarar koma úr ýmsum áttum

Ekki er til ein leið að sigri eða vel heppnuðu rannsóknarverkefni. Á síðustu árum hafa keppendur úr ólíkum skólum með ólík verkefni farið fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni ungra vísindamanna og lesa má nánar um þau hér á síðunni.

Öll verkefnin sem unnið hafa landskeppni ungra vísindamanna eiga það sammerkt að vera koma samfélaginu til góðs. Það er einmitt þema keppninnar. Vísindamenn skulu hafa í huga að vera samfélaginu til góðs með einhverjum hætti.

Það er við hæfi að hvetja öll þau ungmenni sem hafa góða hugmynd að láta slag standa og senda inn verkefni í keppni ungra vísindamanna.

Til mikils er að vinna ekki er einungis í boði að taka þátt í Evrópukeppninni heldur hafa þáttakendur fengið boð um að taka þátt í International Swiss Talent Forum sem haldið er árlega í Sviss. Því er þetta kjörið. tækifæri til að mynda tengslanet við aðra unga vísindamenn alls staðar að úr heiminum.