Ungu vísindamennirnir, Herdís og Vífill lögðu í morgun af stað til Eistlands í Evrópukeppni unga vísindamanna. Mikil eftirvænting er hjá ungu keppendunum enda hefur undirbúningur staðið lengi og loks komið að stóru stundinni.
Morgunblaðið sló á þráðinn til Herdísar og Vífils og spurði þau um þeirra upplifun í kringum keppnina. Við hlökkum mikið til að fylgjast með fulltrúum okkar og sendum kveðju til Tallinn.
Hér má sjá myndir af lokaæfingu fyrir keppnina sem haldin var í Tæknigarði á dögunum. Þar spurðu gestir Herdísi og Vífil spjörunum úr og þjálfuðu þau við að standa með verkefninu sínu á ensku.